DISEL VÖKTUN
Dísel vöktun er eitt af þeim fjölmörgu kerfum sem fyrirtækið getur státað sig af. Um er að ræða sænskt vöktunarkerfi fyrir eldsneytistanka í farartækjum til að fyrirbyggja þjófnað eldneytis.
Virkni. Kerfið er tengt við hæðarnema í eldsneytistanki viðkomandi farartækis og þarf því ekki að gera neinar breytingar á tankinum sjálfum. Þegar farartækið er ekki í gangi og eldsneyti minnkar á tankinum, skynjar kerfið breytingu og sendir út aðvörun í formi sms skilaboða í símanúmer sem eigandi kerfis hefur ákveðið . |
Dísel vaktin hentar í allar gerðir farartækja með 12 eða 24 V. spennufæðingu og eldsneytistank.
Viðnámið í hæðarmælinum er mælt (vörubílatankur er ca. 300 Ohm.) sviðið í kerfinu er 0-1250 Ohm. og hentar því breiðu úrvali farartækja, vinnuvéla, báta eða annarra ökutækja.
Dísel vaktin sendir SMS skilaboð við atburð í allt að 8 símanúmer, einnig er hægt að bæta við í úthringkerfið til frekari vöktunar allt eftir þörfum hvers og eins.
Viðnámið í hæðarmælinum er mælt (vörubílatankur er ca. 300 Ohm.) sviðið í kerfinu er 0-1250 Ohm. og hentar því breiðu úrvali farartækja, vinnuvéla, báta eða annarra ökutækja.
Dísel vaktin sendir SMS skilaboð við atburð í allt að 8 símanúmer, einnig er hægt að bæta við í úthringkerfið til frekari vöktunar allt eftir þörfum hvers og eins.
Tækniupplýsingar
- Mál 59x20x35 50g - Hitastig -25 til+55C° - Spenna 9-30VDC - Þéttleiki IP 44 - Straumtaka 12V= ca 1,5mA / 24V= ca. 2mA - Mælasvið 0-1250 Ohm - Forritun Sjálflærandi |
Dæmi um viðbót
- Flauta - GPS staðsetning - Reykskynjari - Hitaskynjari - Hreyfiskynjari - Rafmagn af / á - Persónulega vöktun - Neyðarhnappur |
Hægt er að nálgast ítarefni fyrir DÍSLE VAKT kerfið með nánari upplýsingum með því að velja úr listanum hér fyrir neða:
Nánari upplýsingar hjá söluráðgjöfum Boðtækni í síma 554 0500