Plast og vafningsvélar
![]() Stratos strekkifilmur frá Berry.
Boðtækni býður uppá Stratos plastfilmur framleiddar af Berryglobal frá Canada, sem er leiðandi framleiðandi á plastvörum. Plastið er umhverfisvænna en það sem hefur verið boðið uppá að undanförnu. Stratos vafningsplast er forstrekkjanlegt um 300% og framleitt úr fyrsta flokks hráefni sem gerir filmunni kleift að vera með þykkt frá 7-11,4 míkrómetra. Efnisnotkun er því 40 til 50% minni en af hefðbundinni Casting 15-23µ filmu per vafið bretti. Stratos plastið er því talsvert umhverfisvænna. Vegna leiðandi framleiðslutækni er Stratos vafningsplastið mun sterkara fyrir hvössum hornum og hnjaski á brettum. Smelltu hér fyrir vörulista á íslensku. Smelltu hér fyrir vörulista á ensku. |
![]() Ekobl vafningsvél
Í samstarfi við Ekobal þá getum við boðið allar gerðir brettavafningsvéla, allt frá einföldum handvirkum vafningsvélum upp í algjörlega sjálfvirkar vélar. Brettavafningsvélarnar frá Ekobal eru vandaðar, traustar og endingargóðar. Hver vafningsvél getur verið sniðin eftir þörfum hvers viðskiptavinar, allt eftir aðstæðum og notkun. Tekið er tillit til hitastigs, raka, stærðar og strekkingar á filmu. |